Færsluflokkur: Dægurmál
10.7.2008 | 15:04
Icelandair mætti líka spara!
Sú frétt að US Airways ætli að hætta að sýna kvikmyndir og fjarlægja búnaðinn til þess úr vélum sínum til þess að spara eldsneyti vekur upp ýmsar spurningar.
Hvað ætli Icelandair geti sparað mikið á ári með því að hætta að fljúga með mörg hundruð kíló af allskonar söluvarningi í öllum sínum flugum? Þessi sala á "ódýrum vörum" er gjörsamlega fallin um sjáft sig fyrir löngu enda eru vörurnar oftar en ekki á lægra verði í fríhafnarversluninni í flugstöðinni.
Er nauðsynlegt að troða forvondum mat upp á alla farþega í flugum sem eru undir 4 klst? Hvað ætli sé hægt að spara mikið eldsneyti með því að sleppa matnum? Langflestir farþegar frá íslandi nota tíman sem þeir hafa í flugstöðinni til þess að fá sér að borða áður en þeir fara í flugið.
Er nauðsynlegt að bjóða upp á margar tegundir af bjór, margar tegundir af viskí, margar tegundir af léttvíni og margar tegundir af gosi um boð? Hvað ætli sparist mikið eldsneyti við að hafa bara vatn í boði um borð? Ég er alveg sannfærður um að flestir flugfarþegar geta tekið með sér það sem þeir ætla að drekka um borð í vélinni ef vatn dugar ekki. Þetta fæst nefnilega allt saman í brottfararverslununum í flugstöðvunum.
Á tímum hækkandi eldsneytisverðs er þá ekki tími fyrir Icelandair að taka þetta til athugunar?
Það er líka ljóst að þessu mundi fylgja stórir kostir. T.d. lægra miðaverð, færri salernisferðir farþega (þarf ekki að pissa bjórnum), greiðari leið fyrir farþega að komast á klósettið (ef þarf) nú eða rölta sér um vélina þegar þessir leiðinda söluvagn er ekki lengur að teppa eina gangveginn.
Hætta kvikmyndasýningum í flugvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)