Icelandair mætti líka spara!

Sú frétt að US Airways ætli að hætta að sýna kvikmyndir og fjarlægja búnaðinn til þess úr vélum sínum til þess að spara eldsneyti vekur upp ýmsar spurningar.

Hvað ætli Icelandair geti sparað mikið á ári með því að hætta að fljúga með mörg hundruð kíló af allskonar söluvarningi í öllum sínum flugum? Þessi sala á "ódýrum vörum" er gjörsamlega fallin um sjáft sig fyrir löngu enda eru vörurnar oftar en ekki á lægra verði í fríhafnarversluninni í flugstöðinni.

Er nauðsynlegt að troða forvondum mat upp á alla farþega í flugum sem eru undir 4 klst? Hvað ætli sé hægt að spara mikið eldsneyti með því að sleppa matnum? Langflestir farþegar frá íslandi nota tíman sem þeir hafa í flugstöðinni til þess að fá sér að borða áður en þeir fara í flugið.

Er nauðsynlegt að bjóða upp á margar tegundir af bjór, margar tegundir af viskí, margar tegundir af léttvíni og margar tegundir af gosi um boð? Hvað ætli sparist mikið eldsneyti við að hafa bara vatn í boði um borð? Ég er alveg sannfærður um að flestir flugfarþegar geta tekið með sér það sem þeir ætla að drekka um borð í vélinni ef vatn dugar ekki. Þetta fæst nefnilega allt saman í brottfararverslununum í flugstöðvunum.

Á tímum hækkandi eldsneytisverðs er þá ekki tími fyrir Icelandair að taka þetta til athugunar?

Það er líka ljóst að þessu mundi fylgja stórir kostir. T.d. lægra miðaverð, færri salernisferðir farþega (þarf ekki að pissa bjórnum), greiðari leið fyrir farþega að komast á klósettið (ef þarf) nú eða rölta sér um vélina þegar þessir leiðinda söluvagn er ekki lengur að teppa eina gangveginn.

 

 


mbl.is Hætta kvikmyndasýningum í flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

"Ég er alveg sannfærður um að flestir flugfarþegar geta tekið með sér það sem þeir ætla að drekka um borð í vélinni ef vatn dugar ekki. "

Nei, það er ólöglegt.

Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

þetta er alltsaman sellt í fríhöfninni. Um leið og þú ert kominn inn í fríhöfnina er hægt að kaupa áfengi, gos, vatn, krem og aðra fljótandi hluti og hafa með í vélina.

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 10.7.2008 kl. 16:13

3 identicon

Starfsmenn Icelandair þekkja hvað hvert kg af söluvarningi, mat o.s.frv. er að kosta félagið. Og ef að Icelandair væri ekki að græða pening á því að fljúga með þessa þyngd væri ekki boðið upp á þessa þjónustu um borð í vélunum.

Góðar stundir,

Kristinn 

kristinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Kulukarfinn

Kristinn

Heldur þú að starfsmenn US Airways hafi ekki vitað hvað kvikmyndabúnaðurinn var þungur þegar hann var settur í vélarnar og eins hvað það kostaði í eldsneyti að bera þetta með sér? Svarið er, þeir vissu allt um það!

Það sem hefur aftur á móti breyst í málinu er að núna kostar hvert kíló af flugvélaeldsneyti 2x það sem það kostaði fyrir nokkrum mánuðum.

Það kom fram í fréttum fyrir ekki svo löngu að einhver flugfélög væru að skoða að minnka hámarksþyngd farangurs farþega og fara t.d. úr 20kg í 18kg á mann.

Er ekki gáfulegra að skera niður eitthvað af þessari óþarfa þyngd og leifa farþegum sem eru hvort eð er að borga fyrir þjónustuna að taka með sér farangur. 20kg er ekki mikið af farangri.

Kulukarfinn, 11.7.2008 kl. 05:09

5 identicon

Ég skil hvað þú ert að fara en það er klárlega eðlismunur á kvikmyndasýningum annars vegar og söluvarningi hins vegar.  Flugfélag hefur beinan hag af söluvarningnum, kvikmyndasýniningar aftur á móti gera flugfélagið einungis álitlegri kost en keppinautinn.  Að sleppa kvikmyndabúnaðnum getur hins vegar lækkað verð á farmiðanum sem gerir viðkomandi flugfélag álitlegri kost.  Það er margt í þessu.

Blahh (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband